Lif Mitt Og Draumar
fimmtudagur, október 23, 2003
  Draumaleysi Ég held að smáborgin reykjavík og hennar umhverfi sé farin að hafa þónokkur áhrif á mig. Mig er eiginlega alveg hætt að dreyma nokkurn skapaðan hlut. Kannski það sé málið að ég hef um svo margt annað að huxa, sem er annað en á Egilsstöðum, þar sem maður ráfaði um í tilgangsleysi án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut að gera. já ég er að breytast í borgarbarn. Ég held ég geti ekki lifað annarsstaðar en það sem ég hef strætó, búðir, helling af ókunnugu fólki sem maður getur glápt á án þess að þurfa að pæla í því að maður hitti það aftur, og svo magt fleyra sem er yndislegt við Reykjavík. Svæfandi umferðarniðurinn á kvöldin er dásamlegur, annað en fossafrussið í eyvindaránni. Hér eru möguleikarnir! fólkið! tækifærin! skemmtunin! og ekki leiðindi eins og á egilsstöðum! þið verðið að fyrirgefa mér kæru Héraðsbúar, svona er ég orðin. Auðvitað var gott að vera fyrir austan en ég held mér líki þetta betur hér. Ég held að mér myndi líða illa ef ég kæmi aftur í sveitasæluna til að dvelja í lengri tíma því bærinn er einfaldlega of lítill fyrir mig. Þið afsakið þetta vonandi.  
miðvikudagur, október 15, 2003
  hæ! 
Hvad er ad ske?

ARCHIVES
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 /


Powered by Blogger